Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 25. febrúar 2018 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Man City: Ramsey og Özil klárir
Özil byrjar en hann hefur verið að glíma við veikindi.
Özil byrjar en hann hefur verið að glíma við veikindi.
Mynd: Getty Images
Nú er rétt tæpur klukkutími í að úrslitaleikur enska deildabikarsins hefjist. Arsenal mætir toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, í úrslitaleiknum þetta árið.

Arsenal hafði betur gegn Chelsea í undanúrslitum keppninnar en Manchester City sigraði B-deildarlið Bristol City. Flautað verður til leiks á Wembley klukkan 16:30.

Manchester City vann þennan bikar síðast árið 2016 en þá sigruðu þeir bláklæddu lið Liverpool. Arsenal lék síðast í úrslitleik þessa bikars 2011, gegn Birmingham, en Birmingham hafði betur, 2-1.

Varamarkverðirnir David Ospina og Claudio Bravo byrja þennan leik en annars eru báðir stjórar að tefla fram mjög sterkum liðum.

Raheem Sterling er ekki með City en Aaron Ramsey og Mesut Özil byrja báðir fyrir Arsenal eftir að hafa verið tæpir.

Hér að neðan eru bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Mustafi, Chambers, Koscielny, Monreal, Xhaka, Wilshere, Ramsey, Ozil, Aubameyang.
(Varamenn: Cech, Kolasinac, Mertersacker, Elneny, Maitland-Niles, Iwobi, Welbeck)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Walker, Kompany, Otamendi, Danilo, Fernandinho, Silva, Gundogan, De Bruyne, Sane, Aguero.
(Varamenn: Ederson, Stones, Laporte, Bernardo, Zinchenko, Foden, Jesus)
Athugasemdir
banner
banner
banner