Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekkert af topp sex liðunum vildi Gylfa og því fékk Everton hann"
Gylfi varð dýrasti leikmaður í sögu Everton síðastliðið sumar. „Það er ástæða fyrir því að Everton tókst að fá Gylfa Sigurðsson.
Gylfi varð dýrasti leikmaður í sögu Everton síðastliðið sumar. „Það er ástæða fyrir því að Everton tókst að fá Gylfa Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Fyrrum framherjinn Dean Ashton hefur gagnrýnt leikmannakaupin sem Everton gerði í sumar og er hann ekki sá fyrsti sem gerir það.

Everton tapaði 1-0 fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og var frammistaða liðsins hreint út sagt ekki góð.

Everton varði stórum fjárhæðum í leikmannakaup í sumar, í leikmenn eins og Gylfa Sigurðsson, Michael Keane og Wayne Rooney en þeir hafa ekki staðist væntingar.

Ashton, sem lék einn landsleik fyrir England á ferli sínum, er ekki mikið að skafa af hlutunum og segir að það sé ástæða fyrir því að Everton hafi tekist að fá leikmenn eins og Gylfa.

„Það er ástæða fyrir því að Everton tókst að fá Gylfa Sigurðsson. Það er sama með alla aðra leikmenn sem þeir fengu, Rooney, Keane og svo framvegis. Af hverju? Vegna þess að ekkert af topp sex liðunum vildi fá þá," segir Ashton við Talksport.

Gylfi hefur skorað sex mörk í 30 leikjum en stuðningsmenn Everton bjuggust væntanlega við meiru af honum eftir að félagið greiddi 45 milljónir punda fyrir hann síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner