Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 25. febrúar 2018 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Auðveldur úrslitaleikur fyrir Man City
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('18)
0-2 Vincent Kompany ('58)
0-3 David Silva ('65)

Viðureign Arsenal og Manchester City einkenndist af skelfilegum varnarleik Arsenal sem tapaði verðskuldað 3-0.

Gæðamunur liðanna var augljós og skoraði Sergio Aguero fyrsta markið snemma leiks eftir vægast sagt hörmulegan varnarleik.

Shkodran Mustafi var röngu megin við Aguero þegar boltinn barst til hans frá Claudio Bravo, markverði City, og hann slapp í gegn.

Laurent Koscielny og Callum Chambers þrengdu að Aguero en David Ospina fór í hlægilegt úthlaup og eftirleikurinn auðveldur fyrir Argentínumanninn knáa, sem lyfti boltanum yfir Ospina.

Pierre-Emerick Aubameyang komst nokkrum sinnum nálægt því að sleppa í gegn en City menn náðu að bjarga sér.

Vincent Kompany, fyrirliði City, tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik þegar hann náði að setja fótinn í boltann og láta hann breyta um stefnu eftir skot frá Ilkay Gundogan.

David Silva innsiglaði loks sigurinn þegar hann slapp ótrúlega auðveldlega í gegn eftir sendingu frá Danilo.

Fyrsti titill Man City á árinu er kominn í hús og búist er við minnst einum í viðbót fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner