Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Mikilvægur sigur hjá Man Utd gegn Chelsea
Gleði á Old Trafford.
Gleði á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
,,Þarna er markið
,,Þarna er markið
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 Chelsea
0-1 Willian ('32 )
1-1 Romelu Lukaku ('39 )
2-1 Jesse Lingard ('75 )

Manchester United náði að hefna fyrir tap fyrr á tímabilinu gegn Chelsea er liðin mættust á Old Trafford í dag.

Chelsea byrjaði leikinn af krafti og náði sanngjarnt að komast yfir á 32. mínútu þegar Willian skoraði eftir skyndisókn. Eden Hazard átti sendingu inn fyrir vörn Man Utd og þar var Willian mættur og kláraði hann færi sitt vel. Hægt er þó að setja spurningamerki við David de Gea, en hann brást reiður við markinu og gera má ráð fyrir því að hann hafi verið reiður við sjálfan sig.

Stuttu fyrir mark Chelsea hafði Alexis Sanchez fengið gott færi en skot hans var afskaplega slappt og beint Courtois í marki Chelsea.

Þrátt fyrir þetta kaus United ekki að hengja og voru heimamenn búnir að jafna metin innan skamms. Romelu Lukaku var þar að verki eftir að hann hafði fengið boltann frá Anthony Martial. Þetta var fyrsta mark Lukaku fyrir United gegn topp sex liði (Man City, Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham).

Staðan var 1-1 í hálfleik, en United-menn mættu með mikla áræðni í seinni hálfleikinn og stjórnuðu ferðinni. Jesse Lingard kom inn á sem varamaður á 64. mínútu og um 10 mínútum síðar var hann búinn að skora og koma United yfir. Það ber að hrósa Lukaku fyrir undirbúninginn en hann lék á varnarmenn Chelsea og átti frábæra sendingu, beint á kollinn á Lingard.

Smelltu hér til að sjá sigurmark United.

Chelsea bætti í sóknina eftir þetta en náði ekki að jafna og urðu lokatölurnar á Old Trafford í dag, 2-1 fyrir Manchester United.

Frábær sigur fyrir United og er liðið búið að endurheimta annað sætið af Liverpool. Chelsea situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner