sun 25. febrúar 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Robbie Fowler fékk franskar undir borðið
Heimir segir skemmtilega sögu frá Liverpool.
Heimir segir skemmtilega sögu frá Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Þetta var uppreisnartími. Svo var verið að gefa Robbie Fowler franskar undir borðið.
,,Þetta var uppreisnartími. Svo var verið að gefa Robbie Fowler franskar undir borðið.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er gestur Gunnlaugs Jónssonar í þættinum Návígi sem birtist á Fótbolta.net í gær.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

Heimir fer um víðan völl í þættinum en ræðir m.a. um skemmtilega ferð sem hann fór í til Liverpool fyrir nokkrum árum. Fékk hann að fylgjast þar með æfingum en við stjórnvölin hjá aðalliðinu á þessu tíma var Rafa Benitez, sem er í dag stjóri Newcastle.

„Þetta var einn þáttur í einhverjum þroska. Ég var þarna í heila viku og fékk að fylgjast með æfingum hjá aðalliðinu. Ég talaði við kallinn (Benitez), ég var upp með mér að hann gaf sér tíma," sagði Heimir, sem er stuðningsmaður Liverpool.

„Eftir hádegi var ég með ungaliðunum og var að fylgjast með þeim."

„Ég reyndi að fá eins mikið úr þessu og ég mögulega gat. Það sem maður tekur mest úr þessum ferðum, og ég hef farið nokkuð oft að fylgjast með æfingum hjá erlendum liðum, er það að æfingarnar eru ekkert ólíkar erlendis og hér heima."

„En það var gaman að sjá kúlltúr og svoleiðis eftir á og þegar maður hugsar til baka um hvernig þeir höguðu sér utan æfinga, hvað menn gerðu saman fyrir æfingu og eftir æfingu og svo framvegis."

„Það var mikið talað um það á þessum tíma um breytinguna sem þeir voru búnir að gera í matsalnum. Franskar, "fish & chips" hjá Bretanum, það var búið að henda því út fyrir næringarríkan mat og það var búið að taka kók-sjálfsalann og svona. Þetta var uppreisnartími. Svo var verið að gefa Robbie Fowler franskar undir borðið," sagði Heimir léttur.

„Auðvitað lærir maður alltaf eitthvað en eftir á sér maður hversu langt við erum komin. Í dag þarftu ekki að fara erlendis, maður getur fengið allt á netinu. Þetta er bara aðeins að fá að kynna kúltúrnum og kannski að fatta það að við erum mun betri en við höldum. Við erum komin miklu lengra en við höldum sjálf."



Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner