Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil geymdur á bekknum í tapi Udinese - Savic með tvö
Emil kom ekki við sögu hjá Udinese.
Emil kom ekki við sögu hjá Udinese.
Mynd: Getty Images
Sergej Milinkovic-Savic skoraði tvisvar fyrir Lazio. Hann er sagður undir smásjá Manchester United og fleiri liða.
Sergej Milinkovic-Savic skoraði tvisvar fyrir Lazio. Hann er sagður undir smásjá Manchester United og fleiri liða.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Udinse tapaði sínum þriðja deildarleik í röð í Seríu A, þennan sunnudaginn.

Udinese heimsótti Sampdoria og var 1-0 undir í hálfleik. Duvan Zapata kom Sampdoria í 2-0 á 83. mínútu áður en Ali Adnan minnkaði muninn fyrir Udinese undir lokin.

Emil og félagar féllu niður í 11. sæti Seríu A með þessu tapi þar sem Fiorentina vann Chievo á sama tíma, 1-0.

Lazio burstaði Sassuolo og skoraði Sergej Milinkovic-Savic þar tvö mörk. Savic þessi er serbneskur miðjumaður og er hann sagður undir smásjánni hjá Manchester United.

Spal vann 3-2 sigur á Crotone í nýliðaslag og Verona, sem er í fallsæti, vann mjög góðan sigur á Torino.

Hér að neðan eru úrslit dagsins, en það eru tveir leikir í kvöld.

Fiorentina 1 - 0 Chievo
1-0 Cristiano Biraghi ('6 )

Sassuolo 0 - 3 Lazio
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('7 )
0-2 Ciro Immobile ('31 , víti)
0-3 Sergej Milinkovic-Savic ('47 )
Rautt spjald: Domenico Berardi, Sassuolo ('54), Adam Marusic, Lazio ('62)

Crotone 2 - 3 Spal
0-1 Mirko Antenucci ('37 )
1-1 Ante Budimir ('49 )
1-2 Lorenco Simic ('51 )
1-3 Alberto Paloschi ('60 )
2-3 Ante Budimir ('86 )

Verona 2 - 1 Torino
1-0 Mattia Valoti ('12 )
1-1 M'Baye Niang ('49 )
2-1 Mattia Valoti ('77 )

Sampdoria 2 - 1 Udinese
1-0 Matias Silvestre ('35 )
2-0 Duvan Zapata ('83 )
2-1 Ali Adnan ('90 )

Leikir kvöldsins:
17:00 Juventus - Atalanta
19:45 Roma - AC Milan (SportTV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner