Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. febrúar 2018 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan sigraði í Róm - Leik Juve frestað vegna snjókomu
Mynd: Getty Images
Roma 0 - 2 Milan
0-1 Patrick Cutrone ('48)
0-2 David Calabria ('74)

Frábært gengi AC Milan undir stjórn Gennaro Gattuso hélt áfram í kvöld er liðið hafði óvænt betur gegn Roma á Ólympíuleikvanginum sjálfum.

Heimamenn gjörsamlega áttu fyrri hálfleikinn en náðu ekki að koma knettinum í netið og skoraði Patrick Cutrone með fyrsta skoti Milan á markið snemma í síðari hálfleik.

Rómverjar misstu aðeins móðinn við mark Cutrone og þegar þeir virtust vera að ná sér aftur tvöfaldaði bakvörðurinn ungi David Calabria forystuna.

Meira var ekki skorað og frábær sigur Milan staðreynd. Liðið er með jafn mörg stig og Sampdoria í evrópudeildarsæti og er sex stigum frá Roma. Þá eru aðeins sjö stig í Inter, sem er í meistaradeildarsæti.

Juventus átti að spila við Atalanta í dag en leiknum var frestað vegna snjókomu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það snjóar í Tórínó, en í dag féllu þrír sentimetrar af snjó á mínútu og lítið hægt að gera til að gera völlinn leikhæfan.
Athugasemdir
banner
banner
banner