Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. febrúar 2018 14:35
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaður Bermúda æfir með FH á Spáni
Lewis er hér á myndinni í gráum bol.
Lewis er hér á myndinni í gráum bol.
Mynd: FHingar.net
Bermúdamaðurinn Zeiko Lewis æfir þessa dagana með FH en liðið er í æfingabúðum á Marbella á Spáni.

Lewis sem er landsliðsmaður Bermúda er kantmaður sem var valinn af New York Red Bulls í bandarísku deildinni í fyrra.

Hann er 22 ára gamall og á að baki 14 landsleiki og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

Hann spilaði með varaliði Red Bulls, sem leikur í USL deildinni í bandaríkjunum á síðasta ári, alls 22 leiki og skoraði í þeim tvö mörk.

Hann er eini leikmaðurinn sem FH er að skoða í æfingaferðinni að þessu sinni.

FH mætir Ranheim frá Noregi á þriðjudaginn og Dinamo Brest á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner