Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. febrúar 2018 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Veigar Páll skoraði í fyrsta leik
Veigar Páll (hér til vinstri). Með honum á myndinni er Stefán Bjarni Hjaltested sem skoraði einnig í dag.
Veigar Páll (hér til vinstri). Með honum á myndinni er Stefán Bjarni Hjaltested sem skoraði einnig í dag.
Mynd: KFG
KFG 5 - 0 Berserkir
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('19)
2-0 Stefán Bjarni Hjaltested ('51)
3-0 Tómas Orri Almarsson ('60)
4-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('69)
5-0 Veigar Páll Gunnarsson ('90)

Reynsluboltinn Veigar Páll Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði í fyrsta leik sínum fyrir KFG í dag.

Veigar tók ákvörðun um það fyrir nokkrum dögum að sð spila með KFG í 3. deildinni í sumar, samhliða því að vera í þjálfaraliði meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.

Veig­ar gekk í raðir FH fyrir síðasta sumar en var lánaður til Vík­ings síðari hluta sumarsins.

Veigar ákvað eftir síðasta tímabil að hætta í knattspyrnu og koma inn í þjálfarateymi Stjörnunnar. Honum snerist greinilega hugur um að hætta því hann hefur ákveðið að spila með KFG.

Hinn 37 ára gamli Veigar hefur á ferlinum orðið norskur meistari með Stabæk sem og Íslandsmeistari með bæði KR og Stjörnunni. Þá skoraði hann sex mörk í 34 landsleikjum.

KFG mætti Berserkjum í dag og vann örugglega 5-0. Veigar Páll gerði síðasta mark leiksins á lokamínútunum, en Jóhann Ólafur Jóhannsson, Stefán Bjarni Hjaltested og Tómas Orri Almarsson voru einnig á skotskónum á Stjörnuvelli í Garðabæ í dag.

Leikurinn var í B-deild Lengjubikarsins, í Riðli 1, en þetta var fyrsti leikur liðanna í mótinu.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner