sun 25. febrúar 2018 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar og Pogba hugsa sér til hreyfinga
Powerade
Neymar er orðaður við Real Madrid.
Neymar er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba (24) er tilbúinn að yfirgefa Manchester United ef Jose Mourinho verður áfram við stjórnvölin.  (Sun on Sunday)
Paul Pogba (24) er tilbúinn að yfirgefa Manchester United ef Jose Mourinho verður áfram við stjórnvölin. (Sun on Sunday)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ensku slúðurblöðin hafa alltaf sitt að segja. Skoðum hvað þau hafa upp á að bjóða þennan sunnudaginn.



Neymar (26), leikmaður PSG, hefur tjáð forráðamönnum Real Madrid að hann vilji hærri laun en Cristiano Ronaldo (33) ef hann á að koma til félagsins. (Sunday Express)

Paul Pogba (24) er tilbúinn að yfirgefa Manchester United ef Jose Mourinho verður áfram við stjórnvölin. (Sun on Sunday)

Manchester United er á meðal þeirra félaga sem fylgist með Sergej Milinkovic-Savic (22), miðjumanni Lazio, sem metinn er á 80 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, er í myndinni að taka við Chelsea af Antonio Conte ef samband Ítalans við stjórn Lundúnafélagsins heldur áfram að versna. Van Gaal vill fá annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni. (Sunday Mirror)

Markvörðurinn David de Gea (27) vill fá 350 þúsund pund í vikulaun ef hann á að vera áfram hjá Man Utd. De Gea er í dag að fá 180 þúsund pund í vikulaun. (Sun on Sunday)

Abdoulaye Doucoure (25), miðjumaður Watford, fagnar áhuga frá Arsenal og Liverpool. (L'Equipe)

Aymeric Laporte (23), dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að hafna því að fara í ensku úrvalsdeildina fyrir 18 mánuðum. Hann fékk þá tilboð frá City en kaus að hafna því. (Sunday Telegraph)

Pep Guardiola, stjóri Man City, mun ekki leyfa leikmönnum sínum að fagna, ef þeir vinna úrslitaleik deildarbikarsins, með einum ísköldum bjór. Hann vill að leikmennirnir verði klárir í slaginn í deildarleik gegn Arsenal á fimmtudaginn. (Independent on Sunday)

Chelsea og Crystal Palace hafa deilt um það hvernig best sé að meðhöndla meiðsli Ruben Loftus-Cheek (22). Loftus-Cheek, sem hefur verið í láni hjá Palace á tímabilinu, hefur verið frá síðan í desember. (Daily Star Sunday)

David Ospina (29), markvörður Arsenal, er tilbúinn að yfirgefa félagið í sumar til að fá meiri spiltíma. (Directv)
Athugasemdir
banner
banner
banner