sun 25. febrúar 2018 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti þjálfari kallaði hana 'Ebola' - Neville íhugar að velja hana
Eniola Aluko.
Eniola Aluko.
Mynd: Getty Images
Phil Neville gerði garðinn frægan með Everton og Man Utd.
Phil Neville gerði garðinn frægan með Everton og Man Utd.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðið, segir ekkert standa í vegi fyrir því að hann velji Eniola Aluko aftur í enska landsliðið, hún þurfi bara að spila vel og skora mörk.

Aluko á 102 landsleiki en hún spilaði síðast fyrir England í apríl 2016. Mark Sampson hætti með enska kvennalandsliðið eftir að Aluko sakaði hann um kynþáttafordóma.

Aluko á ættir að rekja til Nígeríu og fyrir landsleik árið 2014 voru ættingjar hennar frá Afríkulandinu að koma á leikinn. Þá á Sampson að hafa sagt við hana að þau ættu að passa sig á að koma ekki með Ebólu vírusinn til Englands. Einnig á Sampson að hafa kallað hana Ebola í stað Eniola, sem er hennar rétta fornafn.

Aluko var ekki valin í fyrsta landsliðshóp Neville en um það segir þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton: „Ef hún byrjar að skora mörk og er að spila vel, þá er staðan hennar ekkert öðruvísi en hjá hinum leikmönnunum."

„Fyrst og fremst, er hún nægilega góð til að spila fyrir England? Er hún að skora mörk og spila vel? Þetta er það sem við skoðum og svo verðurðu líka að líta á heildarmyndina, hvaða leikmenn eru í hennar stöðu og hvernig samkeppnin er."

„Ef hún er að spila vel og skora mörk þá munum við íhuga að taka hana inn. Svo einfalt er það."

Neville tók við enska kvennalandsliðinu fyrir mánuði síðan en hann var fljótur að koma sér í klandur í nýju starfi.

Hann baðst í kjölfarið afsökunar og nú er stefnan hjá honum sett á að gera góða hluti sem landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner