Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 11:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu 18 mörk Viðars á tímabilinu - Eftirsóttur í Championship
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson hefur slegið í gegn á þessu tímabili með liði sínu Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

Hann er kominn með 18 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Af þessum 18 mörkum hafa 10 þeirra komið í úrvalsdeildinni í Ísrael þar sem hann er næst markahæstur.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur árangur hans á tímabilinu vakið áhuga hjá liðum í Championship-deildinni á Englandi, en Maccabi vill halda sínum manni.

Á síðasta tímabili skoraði hann 24 mörk í öllum keppnum.

Viðar hefur hjálpað Maccabi Tel Aviv að komast á topp ísraelsku úrvalsdeildarinnar, þó liðin í sætunum fyrir neðan eigi leik til góða.

Viðar skráði sig á dögunum á spjöld sögunnar þegar hann skoraði eftir 14 sekúndur í leik gegn Maccabi Haifa. Það var fljótasta mark í sögu Maccabi Tel Aviv.

Hann tryggði þá liðinu sigur í Toto-deilabikarnum. Hann skoraði þar eina markið í úrslitaleiknum gegn Hapoel Beersheva.

Virkilega flott tímabil hjá Viðari hingað til en hann er í baráttu um að komast í landsliðshópinn sem fer á HM í Rússlandi í sumar.

Hér að neðan eru öll mörk hans á tímabilinu hingað til, þar á meðal eitt sem hann skoraði gegn KR í Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner