Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico valtaði yfir Sevilla
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid náði heldur betur að hefna sín er liðið heimsótti Sevilla í spænska boltanum í kvöld.

Sevilla sló Atletico úr spænska bikarnum með 2-1 sigri úti og 3-1 sigri heima, samtals 5-2.

Atletico komst í 5-0 á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum og var Antoine Griezmann í aðalhlutverki.

Griezmann skoraði þrjú mörk og lagði eitt upp, en þrjú af mörkum Atletico komu eftir hápressu þar sem Diego Costa og Griezmann voru í lykilhlutverki.

Atletico er sem fyrr sjö stigum frá toppliði Barcelona og sjö stigum fyrir ofan nágrannana í Real, sem eru í þriðja sæti.

Santi Mina gerði þá bæði mörk Valencia í mikilvægum 2-1 sigri gegn Real Sociedad. Gestirnir frá San Sebastian voru 65% með boltann en heimamenn taka stigin þrjú.

Valencia er í fjórða sæti sem stendur, tveimur stigum frá Real Madrid og átta stigum fyrir ofan Villarreal.

Sevilla 2 - 5 Atletico Madrid
0-1 Diego Costa ('29)
0-2 Antoine Griezmann ('42)
0-3 Antoine Griezmann ('51, víti)
0-4 Koke ('65)
0-5 Antoine Griezmann ('81)
1-5 Pablo Sarabia ('85)
2-5 Nolito ('89)

Valencia 2 - 1 Real Sociedad
1-0 Santi Mina ('34)
1-1 Mikel Oyarzabal ('54)
2-1 Santi Mina ('68)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner