Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. mars 2015 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Allen: Bale tekur gagnrýni ekki inná sig
Joe Allen kemur félaga sínum til varnar.
Joe Allen kemur félaga sínum til varnar.
Mynd: Getty Images
Joe Allen, miðjumaður Liverpool og samherji Gareth Bale í velska landsliðinu, kemur Bale til varnar eftir mikla gagnrýni síðustu mánuði.

Bale þykir ekki standa sig nægilega vel hjá Real Madrid og hefur legið undir stöðugri gagnrýni svo vikum skiptir, en Allen segir það ekki hafa áhrif á leikmanninn.

Joe Allen gekk gegnum svipaða tíma þegar hann var keyptur til Liverpool fyrir 15 milljónir punda fyrir þremur árum. Allen var gagnrýndur harkalega en vann sig í gegnum það og er núna lykilmaður á sterkri miðju Liverpool.

,,Ég held að Bale taki svona gagnrýni ekki inná sig, hann er ekki með þannig karakter. Hann veit að gagnrýni fylgir því að spila með stórliði á borð við Real Madrid," sagði Allen.

,,Bale er heimsklassaleikmaður sem sýnir gæðin sín hverja mínútu á hverri einustu æfingu. Ég efast um að leikmönnum Ísraels hlakki til að mæta honum um helgina."
Athugasemdir
banner
banner