Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. mars 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: DM 
Fellaini: Getum unnið deildina á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini var tekinn í viðtal af Sportsmail, sem er hluti af Daily Mail, þar sem hann talaði um gengi Manchester United og framtíðina.

Belgíski miðjumaðurinn telur að Rauðu djöflarnir geti unnið titilinn á næsta tímabili en telur Chelsea líklegan sigurvegara í ár.

,,Ég held að Chelsea vinni deildina í ár," sagði Fellaini í viðtali við Sportsmail.

,,Við verðum að mæta sterkir til leiks á næsta tímabili til að sýna öllum að við getum orðið meistarar. Til þess þurfum við að leggja mikla vinnu á okkur og bæta okkur sem liðsheild."

Fellaini finnst gott að spila undir stjórn Hollendingsins Louis van Gaal, enda hefur hann fengið mikinn spilatíma nýlega og liðinu gengið vel undanfarna mánuði.

,,Van Gaal er góður. Hann er með sína eigin sýn á leikinn og sína eigin taktík. Hann veit hverju hann vill áorka í framtíðinni og hann veit hvers hann krefst af leikmönnum, það er mjög gott að vinna með honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner