Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. mars 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: OTP 
Özil: Ég get unnið Gullknöttinn
Mynd: Getty Images
Mesut Özil hefur ekki staðið sig jafn vel og margir bjuggust við frá komu sinni til Arsenal fyrir 40 milljónir punda.

Þýski sóknartengiliðurinn missti af þremur mánuðum á þessu tímabili vegna meiðsla en hefur síðan þá verið að gera góða hluti og er búinn að vinna sig inn í sterkt byrjunarlið Arsenal sem er á miklu skriði.

Özil var tekinn í viðtal af þýska fréttamiðlinum Bild og sagðist þar ætla að vinna Gullknöttinn á næstu árum.

,,Ef ég held áfram að þróa leik minn og held mér frá meiðslum þá væri ég til í að vinna Gullknöttinn á næstu árum," sagði Özil við Sport Bild.

,,Ég er viss um að það geti gerst, ég er mjög jákvæður varðandi þetta. Ég er heimsmeistari og spila með toppfélagi í úrvalsdeildinni, sem er miklu harðari en spænska deildin eða sú þýska.

,,Ég er alltaf marinn eftir leiki en það gerir mig harðari. Mér hefur aldrei liðið svona vel líkamlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner