Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. mars 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: ONE 
UEFA hækkar verðlaunafé í Evrópu- og Meistaradeild
Liverpool datt úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Arsenal og Chelsea komust lengst enskra liða í keppninni og duttu út í 16-liða úrslitum.
Liverpool datt úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Arsenal og Chelsea komust lengst enskra liða í keppninni og duttu út í 16-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, er búið að tilkynna breytingar á verðlaunafé bæði í Evrópudeild félagsliða og Meistaradeild Evrópu.

Í Meistaradeildinni hækkar samanlagt verðlaunafé úr 900 milljónum evra í 1250 milljónir, sem samsvara um 186 milljörðum íslenskra króna.

Hlutfallsleg hækkun er þó enn meiri í Evrópudeildinni þar sem verðlaunafé fer úr 232 milljónum evra í 380 milljónir, sem eru rúmlega 56 milljarðar króna.

Þá verða talsverðar breytingar á dreyfingu verðlaunafésins þar sem knattspyrnufélög fá minni hluta kökunnar fyrir sjónvarpsáhorf sem þau skila inn en stærri hluta fyrir góða frammistöðu, svo sem sigra og jafntefli.

Þessar breytingar hafa það í för með sér að til dæmis ensk félög gætu fengið minna verðlaunafé en áður, vegna þess að þrátt fyrir að skila inn miklu sjónvarpsáhorfi þá hefur þeim gengið illa í keppnunum og dottið snemma út síðustu tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner