Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. mars 2015 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Ánægður á toppnum - Læt fæturna um að tala fyrir mig
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur verið meira í fjölmiðlum en vanalega síðustu vikur eftir ummæli í garð franskra dómara og þrennu sem hann gerði viku seinna gegn Lorient.

Eftir þrennuna ákvað Zlatan að hann ætlaði að leyfa fótunum að tala fyrir sig til að lenda ekki í vandræðum vegna skoðanna sinna.

,,Hlutir sem gerast halda áfram að koma mér á óvart en ég verð bara að halda áfram mínu skriði," sagði Zlatan á fréttamannafundi.

,,Ég verð að halda áfram að spila minn leik og gera eins og í síðasta leik þar sem ég lét fæturna tala fyrir mig, ég leyfi restinni bara að tala sín á milli."

Zlatan, sem verður eflaust í byrjunarliði sænska landsliðsins gegn Moldavíu á föstudaginn, segist ekki ætla að yfirgefa franska boltann í bráð og segir fjölmiðla reyna að draga hann niður af toppnum.

,,Ég er ánægður í Frakklandi. Ef ég væri ekki ánægður hér þá hefði ég ekki framlengt samninginn við PSG. Allir þessir orðrómar eru í gangi vegna þess að fólk vill draga mig niður af toppnum, en þeim mun ekki takast það, ekkert frekar en þér. Ég er ánægður á toppnum og þar ætla ég að vera áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner