lau 25. mars 2017 22:00
Dagur Lárusson
Barcelona ætlar að nefna völl eftir Johan Cruyff
Cruyff í búningi Barcelona
Cruyff í búningi Barcelona
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur gefið frá sér tilkynningu þess efnis að félagið ætlar sér að heiðra minningu Johan Cruyff með því að nefna framtíðar æfingarvöll liðsins eftir honum. Einnig ætlar félagið að tileinka honum ákveðnu svæði á Barcelona safninu.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, tilkynnti þetta í dag.

„Framtíðar æfingarvöllur Barcelona verður skírður í höfuðið á Cruyff.” sagði Bartomeu.

„Einnig mun félagið búa til styttu af Johan Cruyff sem mun vera staðsett inná nýja Nou Camp innan nokkurra ára. Síðast en ekki síst munum við síðan tileinka honum ákveðið svæði á Barcelona safninu.”.

Í dag er eitt ár frá andláti Johan Cruyff sem að spilaði á árum áður með Barcelona og er talinn einn besti leikmaður liðsins frá upphafi. Hann kom síðan einnig til baka og þjálfaði liðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner