Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2017 08:15
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill líka fá Griezmann
Powerade
Griezmann í leik gegn Íslandi í fyrra.
Griezmann í leik gegn Íslandi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búinn að ræða við Barcelona?
Búinn að ræða við Barcelona?
Mynd: Getty Images
Ben Gibson er vinsæll.
Ben Gibson er vinsæll.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dömur mínar og herrar. BBC skoðaði blöðin á Englandi og víðar og tók þetta saman.

Chelsea hefur áhuga á franska sóknarmanninum Antoine Griezmann (26) hjá Atletico Madrid. Griezmann er metinn á 86 milljónir punda en hann er helsta skotmark Manchester United fyrir sumarið. (Sun)

Real Madrid hyggst gera tilboð í Eden Hazard (26), sóknarmiðjumann Chelsea, í sumar en er einnig að íhuga að bjóða í liðsfélaga hans, bæði hjá Chelsea og belgíska landsliðinu, markvörðinn Thibaut Courtois (24). (Guardian)

Chelsea ætlar að bjóða Hazard nýjan samning og mun hafna öllum tilboðum í leikmanninn. (Telegraph)

Arsene Wenger segir að Luis Suarez (30) hafi munnlega samþykkt að fara frá Liverpool til Arsenal 2013 en ári síðar fór úrúgvæski landsliðsmaðurinn til Barcelona. (Bein Sports)

Mauricio Pochettio, stjóri Tottenham, hitti Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í þessari viku. Spænsku meistarararnir eru í stjóraleit þar sem Luis Enrique fer í sumar. (Daily Mirror)

Barca hefur áhuga á vængmanninum Riyad Mahrez (26) hjá Leicester en Englandsmeistararnir fara fram á meira en 40 milljónir fyrir alsírska landsliðsmanninn. (Telegraph)

Manchester United hefur færst skrefi nær því að tryggja sér sóknarmaninn Daishawn Redan (16) eftir að Ajax tilkynnti að hollenski unglingalandsliðsmaðurinn væri á förum í sumar. (Sun)

Grannar United í City og topplið Chelsea hafa einnig áhuga á Redan sem hefur ákveðið að skrifa ekki undir atvinnumannasamning við Ajax. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er í Króatíu til að fylgjast með Ivan Perisic (28) hjá Inter og miðjumanninum Marcelo Brozovic (24). (Index.hr)

Robert Pirez, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það sé mikilvægara að Arsene Wenger skrifi undir nýjan samning en að Alexis Sanchez og Mesut Özil geri það. (Daily Mail)

Xabi Alonso, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að Steven Gerrard verði stjóri Liverpool einn daginn. (Liverpool Echo)

Tottenham ætlar að selja hollenska sóknarmanninn Vincent Janssen (22) sem hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik síðan hann kom frá AZ Alkmaar í fyrra. (Mirror)

Framtíð Erik Lamela (25) hjá Tottenham er einnig í vafa eftir deilur varðandi það hvernig mjaðmarmeiðsli hans voru meðhöndluð. (Times)

Miðvörðurinn Ben Gibson (24) hjá Middlesbrough er á óskalistum Chelsea, Liverpool, Manchester City og Tottenham. Boro verðleggur leikmanninn á 25 milljónir punda. (Daily Mail)

Yaya Toure (33) hefur sagt Pep Guardiola að hann vilji vera áfram hjá Manchester City. Spánverjinn segir að ekki verði rætt um framtíð leiknannsins fyrr en eftir tímabilið. (Manchester Evening News)

West Bromwich Albion hefur áhuga á nígeríska vængmanninum Moses Simon (21) sem leikur fyrir Gent í Belgíu. (Birmingham Mail)

Wolverhampton Wanderers vill fá vængmanninn Bakary Sako (28) sem fór frá félaginu fyrir tæpum tveimur árum til Crystal Palace. (Express & Star)

Craig Shakespeare (53), stjóri Leicester, neitar að ræða um hvað gerist eftir tímabilið þrátt fyrir fjóra sigurleiki í röð síðan hann tók við. Shakespeare var tilkynntur sem stjóri Leicester út tímabilið. (Leicester Mercury)

Alan Irvine (58), fyrrum stjóri West Brom, verður áfram stjóri Norwich til bráðabirgða í leiknum gegn Aston Villa 1. apríl. Kanarífuglarnir leita að stjóra í stað Alex Neil sem rekinn var 10. mars. (Eastern Daily Press)

Granit Xhaka (24), miðjumaður Arsenal, segir að gagnrýnendur hafi málað sig sem „heilalausan hálfvita" á ósanngjarnan hátt vegna spjaldasöfnunar hans á tímabilinu. ((24heures)

Enska knattspyrnusambandið gæti verið sektað vegna hegðunar nokkurra stuðningsmanna Englands í tapinu gegn Þýskalandi á miðvikudag. Baulað var á þýska þjóðsönginn og sungið um seinni heimsstyrjöldina. (Telegraph)

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho (24) hjá Liverpool getur leyst skarð Andres Iniesta (32) hjá Barcelona. Þetta segir Luis Garcia sem lék fyrir bæði félög. (TalkSport)

Miðjumaðurinn Isco (24) hjá Real Madrid blæs á kjaftasögur um að hann gæti farið til Barcelona. (Marca)

Barcelona býr sig undir að kaupa Paulp Dybala (23), framherja Juventus, í sumar í staðinn fyrir Neymar sem er á óskalistum Paris St-Germain, Manchester United og Chelsea. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner