Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier vill verða fyrirliði enska landsliðsins
Dier stefnir á fyrirliðabandið.
Dier stefnir á fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Tottenham, vonast til þess að verða fyrirliði enska landsliðsins í framtíðinni.

Dier, sem er 23 ára gamall, hefur leikið 16 landsleiki fyrir Englands hönd, en landsleikur númer 16 kom í vikunni gegn Þýskalandi.

„Þetta er eitthvað sem mig dreymir um," sagði Dier um möguleikann á að verða fyrirliði í framtíðinni. „Þetta væri mikill heiður fyrir mig."

„Ég vil vinna að þessu, en þjálfarinn velur þann sem hann telur henta best í hlutverkið."

„Þú veist aldrei, hlutirnir geta breyst mjög hratt í fótbolta. Mér finnst ég hafa þá eiginleika sem fyrirliði þarf að hafa. Ég sinnt þessu starfi, en þetta er undir stjóranum komið."
Athugasemdir
banner