Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2017 11:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grátlegt jafntefli hjá U21 landsliðinu gegn Georgíu
Arnór Gauti Ragnarsson, Alfons Sampsted og Axel Óskar Andrésson markaskorarar Íslands í dag.
Arnór Gauti Ragnarsson, Alfons Sampsted og Axel Óskar Andrésson markaskorarar Íslands í dag.
Mynd: .
Georgía 4 - 4 Ísland
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('15 )
1-1 Luka Zarandia ('17 )
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('21 )
2-2 Irakli Bidzinashvili ('29 )
2-3 Alfons Sampsted ('51 )
2-4 Axel Óskar Andrésson ('69 )
3-4 Luka Imnadze ('89 )
4-4 Giorgi Zaria ('95 )

Strákarnir í U21 árs landsliðinu gerðu grátlegt jafntefli við Georgíu í vináttuleik ytra í dag. Þetta var annar leikur liðanna í þessari viku.

Þegar liðin mættust á miðvikudag þá hafði Georgía betur, 3-1, en í dag var niðurstaðan dramatískt jafntefli.

Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður ÍBV, kom Íslandi yfir á 15. mínútu áður en Georgía svaraði tveimur mínútum síðar. Arnór Gauti skoraði síðan sitt annað mark stuttu eftir jöfnunarmark Georgía, en aftur náði Georgía að svara stuttu síðar.

Staðan var 2-2 í hálfleik, en Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Bakvörðurinn Alfons Sampsted gerði þriðja mark Íslands og Axel Óskar Andrésson gerði það fjórða.

Luka Imnadze náði að minnka muninn fyrir heimamenn á 89. mínútu áður en Giorgi Zaria jafnaði metin á ótrúlegan hátt þegar langt var komið fram í uppbótartímann.

Svekkjandi jafntefli hjá þessum efnilegu strákum sem munu næst halda til Ítalíu þar sem þeir mæta Sádí Arabíu á þriðjudag.

Byrjunarlið Íslands:
Jökull Blængsson (m)
Alfons Sampsted
Axel Óskar Andrésson
Hans Viktor Guðmundsson
Aron Ingi Kristinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Ægir Jarl Jónasson
Viktor Karl Einarsson
Ásgeir Sigurgeirsson
Albert Guðmundsson (f)
Arnór Gauti Ragnarsson



Athugasemdir
banner
banner
banner