Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 25. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Hart verður fyrirliði Englands á morgun
Hart verður með fyrirliðabandið.
Hart verður með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Joe Hart verður með fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu gegn Litháen í undankeppni HM á morgun.

Hart er í augnablikinu á láni hjá ítalska félaginu Torino frá Manchester City, en Pep Guardiola kaus að nota hann ekki. Hann hefur spilað 28 leiki fyrir Torino á þessu tímabili.

Hart hefur spilað í öllum fjórum leikjum Englendinga í undankeppninni hingað til og hann verður líka í markinu á móti Litháen á morgun.

Wayne Rooney og Jordan Henderson hafa deilt fyrirliðabandinu á milli sín hingað til og verið með það tvisvar hvor í leikjunum fjórum hingað til, en England er á toppi F-riðils með tíu stig.

Gary Cahill var með fyrirliðabandið í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi í vikunni, en sá leikur endaði með 1-0 sigri Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner