Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 25. mars 2017 18:11
Dagur Lárusson
Lengjubikarinn C-deild kvenna: HK/Víkingur og Fjölnir með stórsigra
.
.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Tveir leikir fóru fram í C-deild kvenna í Lengjubikarnum í dag, í riðli 1 og 2. Í riðli 1 áttust við HK/Víkingur og Sindri þar sem að HK/Víkingur burstaði Sindra 5-0. Í riðli tvö voru það Fjölnir og Grótta sem að áttust við sem að endaði með sigri Fjölnis.

Ótrúlegt en satt þá voru öll mörk HK/Víkings skoruð í seinni hálfleiknum en á 60. mínútu leiksins skoraði Ísafold Þórhallsdóttir sem var nýkomin inná sem varamaður og byrjaði markaveisluna. Ástrós Silja Luckas skoraði síðan nokkrum mínútum seinna en hún hafði einnig komið inná sem varamaður í seinni hálfleik.

Það var síðan Brynhildur Vala Björnsdóttir sem að skoraði þriðja mark HK/Víkings á 69. mínútu áður en að Ísafold og Ástrós skoruðu hvorar um sig sitt annað mark, lokatölur því 5-0.

Í leik Fjölnis og Gróttu var það Harpa Lind Guðnadóttir sem að skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Tveimur mínútum seinna var það Eva Karen Sigurdórsdóttir sem að skoraði annað markið áður en að Hlín Heiðarsdóttir skoraði þriðja markið á 12. mínútu leiksins.

Eydís Lilja Eysteinsdóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu á 66. mínútu en það var síðan Hjördís Erla Björnsdóttir sem að skoraði síðasta mark leiksins á 85. mínútu og tryggði Fjölni sigurinn.

HK/Víkingur 5-0 Sindri
1-0 Ísafold Þórhallsdóttir (65')
2-0 Ástrós Silja Luckas (67')
3-0 Brynhildur Vala Björnsdóttir (69')
4-0 Ástrós Silja Luckas (76')
5-0 Ísafold Þórhallsdóttir (79')

Fjölnir 4-1 Grótta
1-0 Harpa Lind Guðnadóttir (7')
2-0 Eva Karen Sigurdórsdóttir (9')
3-0 Hlín Heiðarsdóttir (12')
3-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (66')
4-1 Hjördís Erla Björnsdóttir (85')


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner