Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martinez: Lukaku getur orðið besti sóknarmaður í heimi
Lukaku er mikill markaskorari.
Lukaku er mikill markaskorari.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, núverandi landsliðsþjálfari Belgíu og fyrrum stjóri Everton, segir að Romleu Lukaku hafi alla burði til þess að vera besti sóknarmaður í heimi í framtíðinni.

Martinez fékk Lukaku til Everton árið 2014 og þar hefur hann blómstrað. Hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með 21 mark.

Lukaku vill reyna fyrir sér hjá stærra liði, en Martinez telur að sóknarmaðurinn geti farið langt í framtíðinni. Þeir tveir vinna núna saman hjá belgíska landsliðinu.

„Þegar þú vinnur með Rom, þá skilurðu það að hann lifir fyrir leiki. Það snýst allt um fótbolta í hans lífi," sagði Martinez við BBC.

„Ég hef alltaf trúað á möguleikann að hann gæti orðið besti sóknarmaður í heimi vegna þess að hann hefur gjörsamlega allt," sagði Martinez enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner