Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2017 22:30
Dagur Lárusson
Myndi velja Keane fram yfir Hummels
Keane spilaði sinn fyrsta landsleik í vikunni.
Keane spilaði sinn fyrsta landsleik í vikunni.
Mynd: Getty Images
Paul McGuinnes, fyrrum þjálfari hjá Manchester United, segir að Michael Keane myndu vera frábær viðbót við leikmanna hóp José Mourinho hjá United en Paul þjálfaði Keane í yngri liðum United á árum áður.

Michael Keane var valinn í landsliðshóp Englands í fyrsta sinn í vikunni og spilaði sinn fyrsta leik fyrir landsliðið gegn Þýskalandi á miðvikudaginn.

„Fyrir ári voru Manchester United orðaðir við Matt Hummels hjá Dortmund,” sagði Paul í viðtali við The Daily Telegraph.

„Ef þú horfðir á leikinn í vikunni gegn Þýskalandi og þú værir að leita að leikmanni fyrir framtíðina, þá myndir þú velja Keane fram yfir Hummels.”

„Hann er fljótari, betri í loftinu og vel spilandi. Hann hefur ekki sömu reynslu og Hummels en hann þekkir félagið. Hann er United maður inn við beinið og því tikkar hann í öll boxin."

Michael Keane á 18 mánuði eftir á samningi sínum hjá Burnley þannig að gott tilboð frá United í sumar gæti þýtt að Keane spili í treyju United á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner