Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2017 22:12
Dagur Lárusson
Undankeppni HM: Holland tapaði
Giroud setti tvö.
Giroud setti tvö.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku jafnaði á lokamínútunum.
Romelu Lukaku jafnaði á lokamínútunum.
Mynd: Getty Images
Leikið var í riðli A, B og H í dag í undankeppni HM. Frakkland, Holland, Portúgal og Belgía voru á meðal þeirra liða sem áttu leik.

Í A-riðli tók Búlgaría á móti Hollandi í leik sem að skipti miklu máli fyrir bæði lið en þau eru í mikilli baráttu um 2.sætið í riðlinum. Það var Búlgaría sem var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og sigraði að lokum 2-0 með tveimur mörkum frá Spas Delev, fyrra markið á 5. mínútu og það seinna á 20. mínútu.

Í sama riðli mættust Lúxemborg og Frakkland. Frakkar sáu til þess að engin óvænt úrslit myndu líta dagsins ljós og unnu góðan 1-3 sigur þar sem að Olivier Giroud skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu. Lúxemborg jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu frá Aurelien Joachim. Það var síðan litli snillingurinn Antione Griezmann sem að skoraði mark úr víti áður en að Olivier Giroud kláraði leikinn með öðru marki sínu.

Í B-riðli tóku Evrópumeistarar Portúgal á móti Ungverjalandi. Það var Andre Silva sem að skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu. Cristiano Ronaldo lét sig ekki vanta á skorblaðið og skoraði sitthvort markið í sitthvorum hálfleiknum.

Í toppslag H-riðils voru það Grikkir sem að náðu forystunni gegn Belgum á 46. mínútu með marki frá Konstantinos Mitroglou. Allt virtist benda til þess að Grikkir myndu landa sigrinum en þá steig Romelu Lukaku upp og skoraði fyrir Belga á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokastaðan því 1-1.

A-riðill
Búlgaría 2-0 Holland
1-0 Spas Delev (5')
2-0 Spas Delev (20')

Lúxemborg 1-3 Frakkland
0-1 Olivier Giroud (28')
1-1 Aurelien Joachim víti (34')
1-2 Antoine Griezmann (37')
1-3 Olivier Giroud (77')

B-riðill
Portúgal 3-0 Ungverjaland
1-0 Andre Silva (32')
2-0 Cristiano Ronaldo (36')
3-0 Cristiano Ronaldo (65')

H-riðill
Belgía 1-1 Grikkland
0-1 Konstantinos Mitroglou (46')
1-1 Romelu Lukaku (89')
Rautt spjald:Giorgos Tzavellas (90')
Athugasemdir
banner
banner
banner