Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 25. mars 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM í dag - Evrópumeistararnir mæta Ungverjum
Portúgalar urðu Evrópumeistarar í sumar. Þeir mæta Ungverjum í dag, en þeir voru með þeim í riðli á EM.
Portúgalar urðu Evrópumeistarar í sumar. Þeir mæta Ungverjum í dag, en þeir voru með þeim í riðli á EM.
Mynd: Getty Images
Undankeppni HM 2018 heldur áfram í dag með níu leikjum í þremur riðlum. Riðlarnir sem um ræðir eru A-, B- og H-riðlar.

Í A-riðlinum eru Frakkland og Holland á meðal þjóða. Hollendingar heimsækja Búlgaríu á meðan Frakkland leikur við Lúxemborg, en fyrr um daginn mæta frændur okkar Svíar liði Hvíta Rússlands í þessum sama riðli. Frakkar eru efstir í þessum riðli fyrir leiki dagsins.

Alls eru sex leikir í beinni útsendingu í dag, en allir þrír leikirnir í B-riðli eru sýndir. Sviss mætir Lettlandi, og Færeyjar fara í heimsókn til Andorra áður Portúgal og Ungverjaland eigast við. Þessi tvö síðastnefndu lið voru með okkur Íslendingum í riðli á EM í sumar.

Að lokum er það svo H-riðillinn. Þar mætast tvö efstu liðin, Belgía og Grikkland, kl. 19:45, en fyrr um daginn eru tveir aðrir leikir. Kýpur og Eistland mætast annars vegar og Bosnía og Gíbraltar hins vegar.

Laugardagurinn 25. mars
A-riðill:
17:00 Svíþjóð - Hvíta-Rússland (Stöð 2 Sport)
19:45 Búlgaría - Holland (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Lúxemborg - Frakkland

B-riðill
17:00 Sviss - Lettland (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Andorra - Færeyjar (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Portúgal - Ungverjaland (Stöð 2 Sport)

H-riðill
17:00 Kýpur - Eistland
17:00 Bosnía - Gíbraltar
19:45 Belgía - Grikkland (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner