Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. mars 2017 20:29
Dagur Lárusson
Vertonghen: Við gefumst ekki upp
Vertonghen í baráttunni.
Vertonghen í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham Hotspur, segir að liðið hans muni ekki gefast upp á því að reyna að ná Chelsea á lokasprettinum í deildinni en viðurkennir þó að það muni vera erfitt.

Tottenham eru 10 stigum á eftir Chelsea í 2.sæti deildarinnar og munu reyna að minnka bilið strax eftir landsleikjahlé þegar liðið á 4 leiki í röð gegn liðum í neðri helming deildarinnar. Á sama tíma eiga Chelsea t.d. leik við Manchester City.

„Við ætlum auðvitað að reyna að ná Chelsea, en það verður þó erfitt,” sagði Vertonghen.

„Þeir líta mjög vel út eins og er svo maður verður að vera raunsær. En næstu tvær vikur gætu verið okkur í hag.”

Vertonghen hefur verið algjör lykilmaður í vörn Tottenham á þessu tímabili og hefur liðið unnið alla 5 leikina sem að Vertonghen hefur spilað í á árinu 2017.

Athugasemdir
banner