Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. apríl 2013 22:24
Sebastían Sævarsson Meyer
Heimild: BBC 
Í höndum Suarez hvort áfrýjað verði
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur látið það í hendur Luis Suarez hvort að það ætti að áfrýja tíu leikja banninu sem hann hlaut af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa bitið í Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, um síðustu helgi.

Suarez ræður því sjálfur hvort hann vilji láta áfrýja dómnum eða ekki, en hann hefur frest fram á hádegi á morgun.

Liverpool hefur farið yfir dóminn en félagið hefur gagnrýnt þessa hörðu refsingu. Suarez baðst afsökunar á hegðun sinni fljótlega eftir atvikið.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi meina að refsingin væri gegn leikmanninum frekar en atvikinu og Pepe Reina, markvörður Liverpool, sagði að bannið væri út í hött.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner