Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2015 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Cocu: Depay verður að taka eigin ákvarðanir
Mynd: Getty Images
Phillip Cocu, þjálfari PSV í Hollandi, segir að það sé undir Memphis Depay, leikmanni liðsins, komið að taka ákvörðun um framtíð sína.

Depay, sem er 21 árs gamall, skoraði 20 mörk í deildinni fyrir PSV en hann er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.

Talið er að Memphis sé á leið til Manchester United en Cocu segir að það sé undir honum sjálfum komið að taka ákvörðun um næsta áfangastað.

„Ég er ekki stöðu til þess að staðfesta hvort Depay sé búinn að ræða við Manchester United eða ekki," sagði Cocu.

„Það eru mörg lið áhugasöm. Hann verður að taka eigin ákvarðanir, því enginn annar gerir það fyrir hann," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner