Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. apríl 2015 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi Steinars og Tómas Þór í einvígi á X-inu í dag
Hitað upp fyrir Pepsi-deildina
Það verður hressandi einvígi á morgun!
Það verður hressandi einvígi á morgun!
Mynd: Fótbolti.net
Björn Berg um fjármál í fótbolta.
Björn Berg um fjármál í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við hitum upp fyrir Pepsi-deildina á skemmtilegan hátt á X-inu FM 97,7 í dag. Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður 12-14 eins og alla laugardaga.

Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur þáttarins um Pepsi-deildina, og Tómas Þór Þórðarson umsjónarmaður fara í skemmtilegan „draft" leik til gamans þar sem hlustendur setjast í dómarasætið.

Þeir setja upp eins sterkt lið og þeir telja í tískukerfi Íslands 4-2-3-1 úr leikmönnum Pepsi-deildarinnar. Kastað verður upp á hver á fyrsta valrétt.

Þeir ráða því sjálfir í hvaða röð þeir velja í stöður en Sami leikmaður má að sjálfsögðu ekki vera í báðum liðum svo menn þurfa að vera tilbúnir með kost B!

Hlustendur kjósa svo um hvort liðið væri sigurstranglegra ef þau myndu mætast með því að velja á @Fotboltinet á Twitter.



Annað í þættinum í dag:

Björn Berg Gunnarsson kemur í heimsókn og ræðir um fjármál í fótbolta og mjög áhugaverðan fund sem verður á þriðjudag,

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, verður á línunni.

Rætt um enska og íslenska boltann.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner