Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. apríl 2015 21:30
Arnar Geir Halldórsson
Monk stoltur af stigametinu
Stoltur
Stoltur
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea var í skýjunum með sína menn eftir 3-2 sigur á Newcastle á St.James Park í dag.

Sigurinn í dag þýddi að liðið bætti stigamet félagsins í efstu deild.

„Það er mjög ánægjulegt. Ég er stoltur af strákunum.og við eigum að vera stoltir af þessum árangri", sagði Monk.

Monk tók við liðinu af Michael Laudrup á síðasta tímabili. Þetta er því hans fyrsta heila tímabil í þjálfun.

„Ég vissi það í byrjun þessa tímabils að ef við myndum leggja hart að okkur gætum við gert eitthvað sérstakt á þessu tímabili og strákarnir vissu það líka".

Swansea er í 8.sæti deildarinnar sem stendur en besti árangur félagsins er 9.sæti. Monk segir að sínir menn séu ekki hættir.

„Við ætlum okkur að sækja fleiri stig. Það er mitt starf núna að sjá til þess að við náum í fleiri sigra áður en tímabilinu lýkur".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner