Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2015 12:20
Arnar Geir Halldórsson
Pogba gæti náð seinni leiknum gegn Real
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, vonast til þess að endurheimta Paul Pogba úr meiðslum fyrir seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Pogba hefur verið frá vegna meiðsla síðan 18.mars en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá ítalska liðinu í vetur og hefur Real Madrid verið nefnt sem líklegur áfangastaður

„Við erum að gera allt sem við getum til að hafa hann kláran í seinni leikinn í undanúrslitunum", sagði Allegri.

Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Juventus þann 5.maí en síðari viðureignin á Bernabeu leikvangnum átta dögum síðar.

Allegri þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af deildarkeppninni heima fyrir þar sem Juventus er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner