Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2015 17:22
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers ánægður með frammistöðuna
Rodgers í mestu makindum á Hawthorns í dag
Rodgers í mestu makindum á Hawthorns í dag
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna eftir jafnteflið gegn WBA á The Hawthorns í dag.

„Mér fannst leikmennirnir frábærir. Þeir sýndu hugrekki og spiluðu boltanum vel. Þessi spilamennska myndi skila sigri í níu af hverjum tíu skiptum".

Liverpool komst nokkrum sinnum nálægt því að taka forystuna í leiknum og átti Jordon Ibe meðal annars skot í slánna.

„Við sköpuðum okkur færi. Það eina sem vantaði var að nýta þau og það hefur verið vandamál hjá okkur á þessu tímabili", sagði Rodgers.

Liverpool er sjö stigum á eftir Man Utd sem er í fjórða sæti og eiga bæði lið fimm leiki eftir. Rodgers er þó ekki búinn að gefa upp alla von á Meistaradeildarsæti.

„Við verðum að treysta á önnur lið en við verðum að hugsa um okkur og vinna okkar leiki", sagði Norður-Írinn brattur.


Athugasemdir
banner
banner
banner