lau 25. apríl 2015 10:45
Elvar Geir Magnússon
Stjarnan og KR mætast á mánudagskvöld
Meistarakeppni KSÍ
Leikið verður í Garðabæ á mánudag.
Leikið verður í Garðabæ á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn árlegi leikur ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara karla, Meistarakeppni KSÍ, fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ á mánudag kl. 19:15.

Þar mætast Stjarnan, sem vann sigur í Pepsi-deild karla á eftirminnilegan hátt, og KR sem fagnaði Borgunarbikarmeistaratitlinum.

Bæði þessi lið unnu sigra í hreinum úrslitaleikjum áður en þau hömpuðu stóru titlunum á síðasta ári. Stjarnan hafði betur gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í mögnuðum leik á Kaplakrikavelli. KR-ingar unnu Keflvíkinga með dramatískum hætti í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum.

KR-ingar hafa 5 sinnum unnið Meistarakeppni KSÍ, en Stjarnan fær tækifæri á sínum fyrsta sigri.

SportTv sýnir leikinn í beinni útsendingu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner