Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. apríl 2015 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal: Giggs verður næsti stjóri Man Utd
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United á Englandi, býst við því að Ryan Giggs, aðstoðarþjálfari liðsins, taki við liðinu á eftir honum.

Giggs er dýrkaður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir framlag hans fyrir félagið en hann spilaði 963 leiki á 23 ára ferli hjá liðinu og vann 22 titla.

Hann er nú aðstoðarþjálfari liðsins en Van Gaal býst við að velski þjálfarinn taki við af honum.

„Ég býst við því að Giggs taki við á eftir mér. Ég er með ábyrgðina núna en hann er með sín verkefni eins og leikmennirnir," sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner