Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 25. apríl 2017 21:27
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Diego Costa sló met Suarez í kvöld
Costa fagnar 50. markinu í kvöld.
Costa fagnar 50. markinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Diego Costa skoraði sitt 50. mark fyrir Chelsea í 4-2 sigrinum á Southampton í kvöld og sló þar með met Luis Suarez með Liverpool.

Þetta var 85. leikur Costa fyrir Chelsea en hann kom til félagsins frá Atletico Madrid árið 2014. Suarez þurfti 86 leiki til að ná 50 mörkum og því rétt náði Costa metinu.

Costa skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld og er því kominn í 51 mörk fyrir Chelsea, þar af eru 19 á þessu tímabili.

Með þessu hefur Costa verið fljótari í 50 mörk en margar af helstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar, menn eins og Ian Wright, Michael Owen, Didier Drogba, Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner