Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. apríl 2017 23:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur KSÍ 
Freysi: Ágætt að sjá til þess að Þýskaland fari ekki á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM," sagði Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins við vef KSÍ í dag eftir að dregið var í riðla fyrir Heimsmeistaramótið árið 2019.

Dregið var í riðlana í morgun og Ísland lenti í riðli með Þjóðverjum sem er eitt allra besta landslið heims í dag, á toppi heimslistans, ríkjandi Ólympíu- og Evrópumeistarar.   Auk Þjóðverja eru Færeyjar, Slóvenía og Tékkland í riðlinum með Íslandi.

„Það  eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi," sagði Freyr á vef KSÍ.

„Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner