Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. apríl 2017 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Gary Cahill: Risastórt skref
Cahill fagnar markinu sínu í kvöld.
Cahill fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Þetta var risastórt skref," sagði Gary Cahill miðvörður Chelsea eftir að liðið vann 4-2 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Chelsea er komið með sjö stiga forskot á Tottenham á toppi deildarinnar en þeir eiga ekki leik fyrr en á morgun er þeir mæta Crystal Palace „Í fyrsta sinn í langan tíma spilum við á undan þeim," sagði Cahill sem skoraði sjálfur eitt mark í leiknum og lýsti því svona.

„Marcos Alonso sendi góðan bolta fyrir og það er frábært fyrir varnarmann. Þetta var frábær tímasetning til að skora annað markið og skipti miklu rétt fyrir leikhlé. Það mikilvægasta er að við unnum."

Cahill hefur verið að glíma við magakveisu en var klár í slaginn í dag. „Mér líður vel, ég er bara að ná mér. Strákarnir söknuðu mín ekki gegn Tottenham á Wembley. Úrslitin koma okkur í góða stöðu við eigum samt stóran leik um helgina gegn Everton."
Athugasemdir
banner
banner