Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. apríl 2017 20:24
Hafliði Breiðfjörð
Spánn: Enn tap hjá Sverri Inga og félögum
Sverrir Ingi og félagar töpuðu í kvöld.
Sverrir Ingi og félagar töpuðu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það blæs ekki byrlega hjá Sverri Inga Ingasyni og félögum hans í spænska liðinu Granada en liðið tapaði 0-2 fyrir Malaga á heimavelli í spænsku deildinni í kvöld.

Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir að Tony Adams var ráðinn þjálfari þeirra.

Sverrir Ingi byrjaði í hjarta varnar Granada í kvöld og spilaði allan leikinn.

Liðið er í 18. sæti deildarinnar sem er falsæti og þyrfti sjö stig til að komast úr fallsæti. Fjórar umferðir eru eftir í deildinni.

Fyrr í kvöld gerðu Sporting Gijon og Espanyol 1-1 jafntefli.

Sporting Gijon 1 - 1 Espanyol
1-0 Victor Rodriguez ('39 )
1-1 Gerard Moreno ('55 )

Granada CF 0 - 2 Malaga
0-1 Sandro Ramirez ('47 )
0-2 Sandro Ramirez ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner