Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. apríl 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið: Stjarnan - Keflavík
Föstudag klukkan 20
Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn í treyju Stjörnunnar.
Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn í treyju Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe Hansen á að skora mörkin fyrir Keflavík.
Jeppe Hansen á að skora mörkin fyrir Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Stjörnunnar.
Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur hefur fallið í skuggann á stórleik Vals og KR þegar kemur að umræðu um fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Stjarnan mætir nýliðum Keflavíkur í Garðabænum á sama tíma og leikurinn fer fram á Hlíðarenda.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - Stjarnan
Spá Fótbolta.net - Keflavík



Það hafa ekki orðið miklar breytingar á hópnum hjá Stjörnunni og liðið byggir upp á sama grunni og í fyrra. Reikna má með því að Garðbæingar haldi áfram í þriggja miðvarða kerfi.

Þorsteinn Már Ragnarsson kom frá Víkingi Ólafsvík í vetur og við á Fótbolta.net setjum hann í líklegt byrjunarlið, þar er Guðjón Baldvinsson í fremstu víglínu.



Það hefur lítið sem ekkert að frétta af leikmannamálum Keflavíkur í vetur og liðið nánast það sama og í Pepsi-deildinni í fyrra. Miðvarðaparið er mjög skemmtilegt; skoski miðvörðurinn Marc McAusland og hinn efnilegi Ísak Óli Ólafsson sem fæddist árið 2000.

Á miðjunni má finna reynsluboltann Hólmar Örn Rúnarsson og í sókninni er treyst á að Jeppe Hansen skori mörkin.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner