Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. apríl 2018 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois fer í mál við fyrrum landsliðsþjálfara Belgíu
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Thibaut Courtois er langt frá því að vera sáttur með Marc Wilmots, fyrrum landsliðsþjálfara Belgíu og hefur hann ákveðið að leggja fram kæru á hendur honum fyrir meiðyrði.

Í viðtali við BeIN Sports í Katar bar Wilmots ásakanir á hendur Courtois og föður hans, að þeir hefðu uppljóstrað liðsuppstillingum fyrir leiki á Evrópumótinu 2016.

Courtois er ósáttur og segir á Instagram: „Herra Wilmots, ekki í fyrsta sinn, setur fram ásakanir á opinberum vettvangi sem vega að mínum heiðri og orðspori."

Courtois og faðir hans ætla í mál við Wilmots, sem var rekinn sem landsliðsþjálfari eftir EM, vegna þessara ummæla.

Hinn 25 ára gamli Courtois á 54 landsleiki fyrir Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner