Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. apríl 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa óvænt í hópnum sem mætir Arsenal
Costa er öflugur markaskorari.
Costa er öflugur markaskorari.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, sóknarmaður Atletico Madrid er í 20 manna leikmananhópi liðsins sem mætir Arsenal.

Atletico og Arsenal eigast við í fyrri leik liðanna í Lundúnum á morgun og er möguleiki á því að Costa spili í þeim leik. Costa hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, sagði um helgina að Costa yrði klárleag ekki með í leiknum gegn Arsenal en það er greinilega einhver möguleiki því Costa er í hóp.

Costa hefur skorað sex mörk í 18 leikjum fyrir Atletico frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá Chelsea í janúar.

Bakvörðurinn Juanfran mun hins vegar missa af leiknum á morgun vegna meiðsla.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner