Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. apríl 2018 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heynckes: Aldrei fengið svona mörg færi í undanúrslitum
Jupp Heynckes.
Jupp Heynckes.
Mynd: Getty Images
Jupp Heynckes hinn þaulreyndi stjóri Bayern München var vonsvikinn eftir 2-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu skemmtilega miðvikudagskvöldi.

Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en hann fór fram í Bæjaralandi.

„Við gáfum þeim þessi tvö mörk," segir Heynckes.

„Hvað var það sem vantaði? Við skoruðum ekki. Það var erfitt að missa Robben og Boateng af velli og svo gáfum við mjög klaufalegt mark fyrir leikhlé. Bæði mörkin voru klaufaleg."

„Við fengum svo mörg færi, þetta var skrítið. Ég hef aldrei séð okkur fá svona mörg færi í undanúrslitum, sérstaklega ekki gegn stórliði eins og Real Madrid."

„Við nýttum færin einfaldlega ekki nægilega vel og við gáfum Real þeirra mörk. Við verðum að gera allt sem við getum til að bæta úr þessu í næstu viku. Það er okkar skylda."
Athugasemdir
banner
banner
banner