Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. apríl 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna B-deild: HK/Víkingur vann Grindavík
Milena skoraði tvö fyrir HK/Víking.
Milena skoraði tvö fyrir HK/Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur 5 - 1 Grindavík
1-0 Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('37)
2-0 Karólína Jack ('58)
2-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('72, víti)
3-1 Milena Pesic ('74)
4-1 Isabella Eva Aradóttir ('83)
5-1 Milena Pesic ('87, víti)

HK/Víkingur, liðinu sem er spáð neðsta sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar í spá Fótbolta.net, valtaði yfir Grindavík í B-deild Lengjubikar kvenna í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli.

Leikurinn byrjaði rólega en fyrsta markið kom stuttu fyrir leikhlé og var þar að verki Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir fyrir HK/Víking. Staðan var 1-0 í hálfleik eftir þetta mark.

Staðan varð 2-0 eftir mark Karólínu Jack en Grindavík beit frá sér á 72. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði. Staðan 2-1 en hún var það ekki lengi þar sem Milena Pesic skoraði, 3-1.

Milena átti eftir að skora aftur, á 87. mínútu úr vítaspyrnu, en í millitíðinni hafði Isabella Eva Aradóttir skorað fjórða mark HK/Víkings. Lokatölur 5-1 fyrir HK/Víking.

HK/Víkingur endar í öðru sæti B-deildar kvenna en Fylkir eru sigurvegari þar. Grindavík, sem spilar í Pepsi-deildinni í sumar eins og HK/Víkingur, endar aðeins með þrjú stig úr fimm leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner