Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. apríl 2018 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Real Madrid í kjörstöðu
Hinn 22 ára gamli Asensio reyndist hetjan.
Hinn 22 ára gamli Asensio reyndist hetjan.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bayern 1 - 2 Real Madrid
1-0 Joshua Kimmich ('28 )
1-1 Marcelo ('44 )
1-2 Marco Asensio ('57 )

Real Madrid er í góðum málum eftir að hafa lagt Bayern München að velli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld var á Allianz Arena í Bæjaralandi.

Bayern byrjaði betur en Real stóð uppi sem sigurvegari
Heimamenn í Bayern byrjuðu betur í kvöld og þeir komust yfir eftir 28 mínútur þegar Joshua Kimmich kláraði færi sitt frábærlega. Eftir vel útfærða skyndisókn ákvað Kimmich að skjóta úr frekar þröngu færi sem kom Keylor Navas í marki Real á óvart.

Bayern virtist ætla að leiða 1-0 í hálfleik en þá tók bakvörðurinn Marcelo til sinna ráða og jafnaði. Marcelo er frábær sóknarbakvörður og hann átti frábært skot fyrir utan teig sem rataði í netið.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Zinedine Zidane, þjálfari Real ákvað að gera breytingu í leikhléi, taka Isco af velli og setja Marco Asensio inn á. Það átti eftir að borga sig því Asensio kom Real yfir á 57. mínútu eftir mistök hjá Rafinha, bakverði Bayern.

Hinn 22 ára gamli Asensio reyndist hetja Madrídinga því þetta var sigurmarkið í Bæjaralandi í kvöld.


Real er því í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem verður á Santiago Bernabeu næstkomandi þriðjudag. Þetta einvígi er þó ekki búið eins og sannaðist í 8-liða úrslitunum. Þá vann Real fyrri leikinn gegn Juventus á útivelli 3-0 en tapaði heimaleiknum 3-1 eftir mikla dramatík. Gerist eitthvað svipað aftur?

Í gær vann Liverpool 5-2 sigur á Roma í hinu undanúrslitaeinvíginu.
Athugasemdir
banner
banner