Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. apríl 2018 18:15
Elvar Geir Magnússon
Mourinho vonast til að verða vinur Wenger
Mourinho og Wenger.
Mourinho og Wenger.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist bera mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Arsenal, Arsene Wenger. Mourinho vonar að þeir tveir verði vinir í framtíðinni.

Wenger tilkynnti á föstudag að 22 ára sambandi sínu við Arsenal myndi ljúka eftir tímabilið.

Mourinho og Wenger hafa átt stirrt samband og frægt er þegar Portúgalinn sagði 2014 að Wenger væri „sérfræðingur í að mistakast".

Wenger stýrir Arsenal gegn Manchester United á Old Trafford í síðasta sinn á sunnudaginn.

„Ef hann virðir mig 50% af því sem ég virði hann þá getum við orðið vinir í framtíðinni. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Þegar ég kom til landsins 2004 var hann meistari og ég vildi taka titilinn af honum. Þannig er fótboltinn," segir Mourinho. „Það er goðsögn að yfirgefa ensku úrvalsdeildina."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner