Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 25. apríl 2018 10:45
Magnús Már Einarsson
Nacho Gil í Þór (Staðfest)
Nacho Gil.
Nacho Gil.
Mynd: Þór
Þór hefur samið við spænska miðjumanninn Nacho Gil en hann mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Nacho er 25 ára gamall en hann spilaði í vetur með Cd Mostoles URJC í spænsku D-deildinni. Hann hefur meðal annars leikið með varaliði Getafe í spænsku C-deildinni á ferlinum.

„Þjálfarateymi Þórs skoðaði leikmanninn þegar liðið var í æfingaferð á Spáni fyrir skemmstu og leist mönnum afar vel á kappann," segir á heimasíðu Þórs.

„Bjóðum Nacho velkomin til Þórs og vonum að hér eigi hann eftir að blómstra og eiga ljúfa daga hjá Þór."

Þór mætir HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins næstkomandi þriðjudag. Laugardaginn 5. maí leikur liðið síðan við Hauka í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar.

Komnir:
Admir Kubat frá Þrótti Vogum (Verður ekki með vegna meiðsla)
Alvaro Montejo Calleja frá ÍBV
Anthony Powell frá Bandaríkjunum
Bjarki Þór Viðarsson frá KA
Nacho Gil frá Cd Mostoles URJC
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá ÍBV

Farnir:
Atli Sigurjónsson í KR (Var á láni)
Gunnar Örvar Stefánsson í Magna
Jóhann Helgi Hannesson í Grindavík
Kristján Örn Sigurðsson hættur
Orri Freyr Hjaltalín í GG
Sigurður Marinó Kristjánsson í Magna
Steinþór Már Auðunsson í Magna



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner