Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. apríl 2018 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Aron bjargvættur Start sem er áfram á botninum
Mynd: Getty Images
Aron Sigurðarson bjargaði stigi fyrir Start er liðið heimsótti Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Stabæk hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina en í dag er það Start sem er Íslendingaliðið. Í leiknum í dag voru tveir íslenskir leikmenn í byrjunarliði Start, Aron Sigurðarson og Kristján Flóki Finnbogason. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í hóp hjá Start.

Leikurinn var markalaus alveg fram á 70. mínútu en þá skoraði Ohikhuaeme Omoijuanfo fyrir Stabæk, 1-0.

Þetta reyndist ekki sigurmarkið því Aron Sigurðarson, sem kom til Start frá Tromsö fyrir tímabilið, jafnaði á 82. mínútu. Vel gert hjá Aroni en þetta var fyrsta deildarmark hans fyrir Start.

Start er á botni norsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig þegar fyrstu sex umferðirnar eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner